Nýr verðlaunahöfundur!

Nýr verðlaunahöfundur!

Í dag var tilkynnt um það við hátíðlega athöfn í Hagaskóla að höfundur nýjustu verðlaunabókarinnar í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin væri Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Bókin, sem er fyrsta bók Ragnheiðar, heitir Arftakinn og er æsileg furðusaga þar sem tveir ólíkir heimar mætast. IBBY á Íslandi er einn aðstandenda Íslensku barnabókaverðlaunanna, en að verðlaunasjóðnum standa fjölskylda Ármanns … Lesa meira

Tilnefningar á heiðurslista IBBY 2016

Tilnefningar á heiðurslista IBBY 2016

Félagið hefur tilnefnt verk þriggja einstaklinga á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna, en hver landsdeild samtakanna tilnefnir einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda. Heiðurslistinn er birtur annað hvert ár og fá bækurnar á honum mikla alþjóðlega kynningu, bæði á heimsþingi IBBY sem næst verður haldið í ágúst 2016 í Auckland, Nýja-Sjálandi, og á farandsýningu bóka sem … Lesa meira

Úrvalsbókin Nesti og nýir skór gefin öllum börnum í 1. bekk

Úrvalsbókin Nesti og nýir skór gefin öllum börnum í 1. bekk

Dagur læsis, 8. september, er útgáfudagur bókarinnar Nesti og nýir skór sem Ibby á Íslandi gefur út í samvinnu við Mál og menningu. Á næstu dögum mun öllum nemendum landsins sem sitja í 1. bekk berast bréf þar sem þeim er boðið að koma á almenningsbókasafnið sitt að sækja eintakið sitt af bókinni. Bókin geymir … Lesa meira