Vorvindar IBBY á Íslandi 2015

Vorvindar IBBY á Íslandi 2015

Í dag voru í Gunnarshúsi afhentar Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi.  Fjórar viðurkenningar voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barnamenningu. Viðurkenningarnar hlutu:  Bergur Þór Ingólfsson. Bergur Þór Ingólfsson er leikhúslistamaður sem hefur undanfarin ár gefið sig æ meira að verkefnum sem höfða til allrar fjölskyldunnar. Bergur vinnur verk sín af alúð og virðingu fyrir … Lesa meira

Aðalfundur IBBY

Aðalfundur IBBY á Íslandi verður haldinn í Gunnarshúsi mánudaginn 18. maí kl. 17:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, auk tillagna til lagabreytinga.

Degi barnabókarinnar fagnað

Degi barnabókarinnar fagnað

Guðni Kolbeinsson, þýðandi og rithöfundur, hlaut í dag bókmenntaverðlaun IBBY á Íslandi, Sögustein. Verðlaunin eru 500.000 krónur, auk verðlaunagrips til eignar, en þau eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðgað íslenskar barnabókmenntir. Verðlaunin eru 500.000 krónur og verðlaun Guðni er íslenskufræðingur að mennt og hefur starfað sem kennari, málfarsráðunautur, þáttagerðarmaður, … Lesa meira