IBBY á Íslandi verður á Bókahátíð í Hörpunni helgina 16.-17. nóvember. Síðustu ár hefur IBBY staðið við barnahornið og verður engin breyting þar á. Þið finnið okkur við barnahornið! Á bókahátíðinni gefst okkur í IBBY tækifæri til að kynna starf okkar, hitta félagsmenn og láta gott af okkur leiða.
Á borðinu hjá okkur verður hægt að snúa lukkuhjóli og vinna ýmsa góða vinninga sem henta bæði börnum og fullorðnum. Má þar nefna úrval af lestrarhvetjandi veggspjöldum eftir íslenska myndhöfunda, sem sent er á öll bókasöfn landsins árlega, og geta nú einnig skreytt veggina í barnaherberginu. Einnig verður hægt að vinna falleg jólakort úr smiðju Ragnheiðar Gestsdóttur og Brian Pilkington. Síðast en ekki síst er það bókin Nesti og nýir skór, sýnisbók íslenskra barnabókmennta. Það er því eftir mörgu að sækjast.
Okkur hlakkar til að sjá þig á Bókahátíðinni og kynna starf okkar.

You must be logged in to post a comment.