Með barnabókaverðlaununum Sögusteini rætist gamall draumur stjórnar IBBY á Íslandi. Í samstarfi við Glitni var félaginu kleift að heiðra á verðugan hátt rithöfund, myndskreyti eða þýðanda sem hefur auðgað íslenska barnabókaflóru. Verðlaunaféð er 500.000 kr. en að auki fær verðlaunahafinn verðlaunagrip til eignar. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2007 og til 2009 voru þau afhent árlega en uppfrá því hefur Sögusteinninn verið veittur annað hvert ár.
Um sögustein segir svo í þjóðsögum Jóns Árnasonar: „Sögusteinn finnst í maríuerluhreiðri í maí. Skal maður bera hann á sér í blóðugum hálsklút og láta hann í hægra eyra þegar maður vill verða einhvers vísari af honum; segir hann þá allt sem maður vill vita.“
Verðlaunahafar Sögusteins
Guðrún Helgadóttir 2018
Guðni Kolbeinsson, árið 2015.
Þórarinn Eldjárn, árið 2013.
Ragnheiður Gestsdóttir, árið 2011.
Kristín Helga Gunnarsdóttir, árið 2009.
Kristín Steinsdóttir, árið 2008.
Sigrún Eldjárn, árið 2007.
You must be logged in to post a comment.