Vorvindar IBBY á Íslandi 2023

Vorvindar IBBY á Íslandi 2023

Í dag veitti IBBY á Íslandi sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi. Vorvindum er ætlað að vekja athygli á einstaklingum, hópum, verkum og starfsemi sem hleypa ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir. Kristín Björg Sigurvinsdóttir, rithöfundur, Vignir Ljósálfur bókasafnfræðingur í Laugarnesskóla, … Lesa meira

Aðalfundur IBBY á Íslandi

Aðalfundur IBBY á Íslandi

Aðalfundur IBBY á Íslandi verður haldinn mánudaginn 8. maí kl. 18:00 í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar og önnur mál. Öll velkomin.

Dagur barnbókarinnar 2023

Dagur barnbókarinnar 2023

IBBY á Íslandi fagnar Degi barnabókarinnar 2023 með smásögunni Fjársjóður ömmu Gógóar eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Sagan verður frumflutt samtímis á Rás 1 fyrir alla grunnskólanema landsins í stærstu sögustund ársins fimmtudaginn 13. apríl 2023, kl. 9.05. Fjársjóður ömmu Gógóar er fyrir börn á aldrinum 6-16 ára og er þetta í þrettánda sinn sem félagið fagnar deginum með þessum … Lesa meira