Vorvindar 2018

Vorvindar 2018

  Sunnudaginn 13. maí veitti Íslandsdeild IBBY sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands. Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir. Bókaráð Hagaskóla hlaut Vorvinda fyrir framlag sitt … Lesa meira

Aðalfundur IBBY fimmtudaginn 17. maí

Aðalfundur IBBY fimmtudaginn 17. maí

Aðalfundur IBBY á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 17:30 í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar og önnur mál.

Sögusteinn IBBY 2018

Sögusteinn IBBY 2018

Forseti Íslands afhendir Guðrúnu Helgadóttur sögusteininn. Heiðursverðlaun Íslandsdeildar IBBY, Sögusteinninn, voru afhent í tengslum við uppskeruhátíðina Sögur sunnudaginn 22. apríl, 2018. Verðlaunin sækja nafn í gamla þjóðsögu um töfrastein sem gat sagt þeim endalausar sögur sem var svo heppinn að finna hann. Þau eru veitt á nokkurra ára fresti til þeirra sem hafa með höfundarverki … Lesa meira