Vorvindaviðurkenningar 2022

Vorvindaviðurkenningar 2022

VORVINDAR 2022 Í dag veitti IBBY á Íslandi sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi. Vorvindum er ætlað að vekja athygli á einstaklingum, hópum, verkum og starfsemi sem hleypa ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir. Leikhópurinn Miðnætti fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi framlag … Lesa meira

Aðalfundur IBBY

Aðalfundur IBBY

Aðalfundur IBBY á Íslandi verður haldinn mánudaginn 16. maí kl. 19:00 í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar og önnur mál. Öll velkomin.

Smásagan ,,Það er skrímsli í súpunni minni“ eftir Guðna Líndal Benediktsson í tilefni af degi barnabókarinnar 2022

Smásagan ,,Það er skrímsli í súpunni minni“ eftir Guðna Líndal Benediktsson í tilefni af degi barnabókarinnar 2022

IBBY á Íslandi heldur upp á dag barnabókarinnar með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Guðni Líndal Benediktsson skrifað skemmtilega smásögu fyrir þetta tilefni; Það er skrímsli í súpunni minni.  Sagan verður flutt á Rás1 í þættinum Segðu mér sem hefst kl. 9.05, fimmtudaginn 7. apríl.  Guðni Líndal Benediktsson er með MA gráðu í handritsskrifum … Lesa meira