Vorvindar glaðir

Vorvindar glaðir

„Ég skal lofa að vera dugleg,“ sagði einn viðtakandi Vorvindaviðurkenninga IBBY í Gunnarshúsi í dag, rjóður af gleði. Hamingjan og sköpunarkrafturinn voru við völd í sólskininu núna síðdegis þegar fjórar slíkar viðurkenningar voru afhentar og greinilegt að þetta vaska hæfileikafólk tók hvatningunni alvarlega. Þetta var í þrítugasta sinn sem Vorvindar IBBY blása og viðurkenningarnar hlutu að þessu … Lesa meira

Saga fyrir allan aldur

Saga fyrir allan aldur

IBBY á Íslandi bað í fyrra þær Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell um að skrifa sögu til að fagna degi barnabókarinnar.

Nýr verðlaunahöfundur!

Nýr verðlaunahöfundur!

Í dag var tilkynnt um það við hátíðlega athöfn í Hagaskóla að höfundur nýjustu verðlaunabókarinnar í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin væri Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Bókin, sem er fyrsta bók Ragnheiðar, heitir Arftakinn og er æsileg furðusaga þar sem tveir ólíkir heimar mætast. IBBY á Íslandi er einn aðstandenda Íslensku barnabókaverðlaunanna, en að verðlaunasjóðnum standa fjölskylda Ármanns … Lesa meira