Aðalfundur IBBY fimmtudaginn 17. maí

Aðalfundur IBBY fimmtudaginn 17. maí

Aðalfundur IBBY á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 17:30 í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar og önnur mál. Auglýsingar

Sögusteinn IBBY 2018

Sögusteinn IBBY 2018

Forseti Íslands afhendir Guðrúnu Helgadóttur sögusteininn. Heiðursverðlaun Íslandsdeildar IBBY, Sögusteinninn, voru afhent í tengslum við uppskeruhátíðina Sögur sunnudaginn 22. apríl, 2018. Verðlaunin sækja nafn í gamla þjóðsögu um töfrastein sem gat sagt þeim endalausar sögur sem var svo heppinn að finna hann. Þau eru veitt á nokkurra ára fresti til þeirra sem hafa með höfundarverki … Lesa meira

Pissupása á degi barnabókar

Pissupása á degi barnabókar

Fimmtudaginn 5. apríl 2018 verður smásaga eftir Ævar Þór Benediktsson frumflutt í öllum grunnskólum landsins kl. 9.10 til þess að halda upp á dag barnabókarinnar. IBBY á Íslandi hefur síðastliðin átta ár fagnað deginum með því að færa grunnskólabörnum á Íslandi smásögu að gjöf. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin … Lesa meira