Tímaritið Börn og menning

Tímaritið Börn og menning

  Hausthefti tímaritsins Börn og menning kom út á dögunum. Í blaðinu er fjallað um skólasöfn, barnabók á heljarþröm og fleira forvitnilegt efni sem var til umfjöllunar á málþingi í haust, undir yfirskriftinni Barnabókin er svarið. Einnig er að vanda fjallað um nýlegar barnabækur, farið í leikhús og fluttar fréttir af starfi IBBY á Íslandi. … Lesa meira

Auglýsingar
IBBY afhendir bókakassa

IBBY afhendir bókakassa

Það var gleðistund í húsakynnum Rauða krossins í vikunni! Þann 15. nóvember síðastliðinn afhenti IBBY á Íslandi Rauða krossinum nokkra kassa að gjöf með bókum á íslensku og arabísku. Bókakassarnir verða eins konar örbókasöfn um allt land sem Rauðakrossdeildin á hverjum stað heldur utan um. Markmiðið er að bjóða börn flóttafólks velkomin til landsins og inn … Lesa meira

Auglýsingar
Vorvindar 2017

Vorvindar 2017

  Sunnudaginn 21. maí veitti Íslandsdeild IBBY sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands. Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir. Lára Garðarsdóttir, mynd- og rithöfundur fékk viðurkenningu … Lesa meira

Auglýsingar