Lestrarhvetjandi veggspjöld

Í samvinnu við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur IBBY á Íslandi gefið út lestrarhvetjandi veggspjöld árlega frá árinu 2019. Grunnskólar landsins ásamt barnadeildum almenningsbóksafna fá veggspjöldin að gjöf. Á veggspjöldunum er lestrarhvetjandi texti ásamt mynd eftir íslenska listamenn sem starfa meðal annars við að myndlýsa barnabækur.
Árið 2021 hélt IBBY samkeppni um lestarhvetjandi texta fyrir veggspjaldið það árið og áformar félagið að halda því fyrirkomulagi áfram.

2019

Myndhöfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Textahöfundur: Magnea J. Matthíasdóttir

2020

Myndhöfundur: Karl Jóhann Jónsson

Textahöfundur: Magnea J. Matthíasdóttir

2021

Myndhöfundur: Birgitta Sif

Textahöfundar: Nemendur í 4. og 5. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar