Vorvindar

Vorvindar lógóFrá árinu 1987 hefur IBBY á Íslandi veitt einstaklingum og stofnunum viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi. Hátt í eitt hundrað aðilar hafa hlotið þessar viðurkenningar sem lengi vel voru veittar á sumardaginn fyrsta en nú eru þær yfirleitt afhentar um miðjan maí.