Heiðurslisti IBBY

Landsdeildunum gefst tækifæri til að tilnefna á heiðurslista IBBY samtakanna í tengslum við heimsþing alþjóðasamtakanna þrjár bækur.  Annað hvert ár er rithöfundi, myndhöfundi og þýðanda er veittur þessi heiður og fara bækur þeirra á bókasýningu sem ferðast um heiminn í tvö ár.

Landsdeildirnar tilnefna eina bók í hverjum flokki. Í löndum þar sem fleiri en eitt tungumál eru töluð má tilnefna allt að þrjár bækur fyrir rithöfund og þýðanda á hverju hinna opinberu tungumála.

Mikilvægur þáttur í vali bóka á heiðurslistann er að þær standi fyrir það besta sem barnabókmenntir hvers lands hafa upp á að bjóða og að bókin henti til útgáfu hvar sem er í heiminum. Heiðurslisti IBBY veitir innsýn í hinn ólíka menningarlega, stjórnmálalega og þjóðfélagslega bakgrunn sem börn um allan heim búa við.

Viðurkenningarskjöl vegna heiðurslistans eru afhent á Alþjóðlegu þingi IBBY, þar sem bæklingur með tilnefndum bókum er kynntur í fyrsta sinn. Eftir þessa kynningu fara sjö sett af bókunum á ferðalag um heiminn og eru sýnd á ráðstefnum og alþjóðlegum bókasýningum. Eftir það eru bækurnar geymdar í alþjóðlega barnabókasafninu í München („International Youth Library in Munich“), „Swiss Institute for Child and Youth Media“ í Zurich og „Bibiana Research Collection“ í Bratislava.

Heiðurslisti IBBY – framlag Íslandsdeildar:

2004

 • Kristín Steinsdóttir er tilnefnd fyrir bókina Engill í Vesturbænum.

 • Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir myndlýsingu í bókinni Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson.

 • Guðni Kolbeinsson er tilnefndur fyrir þýðingu á bókinni Artemis Fowl eftir Eoin Colfer.

heiðurslisti 2004

 

2006

 • Gunnhildur Hrólfsdóttir er tilnefnd fyrir bókina Ránið.

 • Bryan Pilkington er tilnefndur fyrir myndlýsingu í bók sinni Dynkur.

 • Hilmar Hilmarsson er tilnefndur fyrir þýðingu á bókinni Dóttir ávítarans eftir Lene Kaaberbøl.

heiðurslisti 2006

 

2008

 • Sigrún Eldjárn er tilnefnd fyrir bókina Steinhjartað.

 • Halla Sólveig Þorgeirsdóttir er tilnefnd fyrir myndlýsingu í bókinni Hver étur ísbirni. eftir Kristínu Steinsdóttur.

 • Rúnar Helgi Vignisson er tilnefndur fyrir þýðingu á bókinni Silfurvængur eftir Kenneth Oppel.

heiðurslisti 2008

 

2010

 • Kristín Helga Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir bókina Draugaslóð.

 • Björk Bjarkadóttir er tilnefnd fyrir myndlýsingu í bók sinni Allra fyrsti atlasinn minn.

 • Rúnar Helgi Vignisson er tilnefndur fyrir þýðingu á bókinni Göngin eftir Roderick Gordon og Brian Williams.

Heiðurslisti 2010

 

2012

 • Vala Þórsdóttir og Agnieszka Nowak eru tilnefndar fyrir bókina Þankaganga – Myślobieg.

 • Kristín Arngrímsdóttir er tilnefnd fyrir myndlýsingu í bókinni sinni Arngrímur apaskott og hrafninn.

 • Guðmundur Andri Thorsson er tilnefndur fyrir þýðingu á bókinni Húsið á bangsahornieftir A. A. Milne.

2011_heidurslisti

2014

 • Kristjana Friðbjörnsdóttir er tilnefnd fyrir bókina Reisubók Ólafíu Arndísar.

 • Kristín Ragna Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir myndlýsingu í bókinni Hávamál eftir Þórarin Eldjárn.

 • Halla Sverrisdóttir er tilnefnd fyrir þýðingu á bókinni Hvalirnir syngja eftir Jacqueline Wilson.

Heiðurslisti 2014

2016

 • Ármann Jakobsson er tilnefndur fyrir bókina Síðasta galdrameistarann.

 • Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir myndlýsingu í bókinni sinni Skrímslakisa.

 • Magnea J. Matthíasdóttir er tilnefnd fyrir þýðinguna á bókinni Afbrigði eftir Veronicu Roth.

Heiðurslisti 2016

2018

 • Hildur Knútsdóttir er tilnefnd fyrir bókina Vetrarfrí.

 • Linda Ólafsdóttir er tilnefnd fyrir myndlýsingu í bókinni Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur.

 • Hilmar Örn Óskarsson er tilnefndur fyrir þýðingu á bókinni Tvíburar takast á – stríðið er hafið eftir Geoff Rodkey.

Heiðurslisti 2018

2020

 • Kristín Helga Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir bókina Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ísmaels.

 • Rán Flygering er tilnefnd fyrir myndlýsingu í bókinni Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson.

 • Bragi Valdimar er tilnefndur fyrir þýðingu á bókinni Inga einhyrningur eftir Aaron Blabey.

Heiðurslisti 2020

2021

 • Ævar Þór Benediktsson er tilnefndur fyrir bókina Þín eigin undirdjúp.

 • Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir myndlýsingu í  bókinni Sjáðu!

 • Ingunn Snædal er tilnefnd fyrir þýðngu á bókinni Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: horfin.