Heiðurslisti IBBY

Landsdeildunum gefst tækifæri til að tilnefna á heiðurslista IBBY samtakanna í tengslum við heimsþing alþjóðasamtakanna þrjár bækur.  Á hverju ári er því rithöfundi, myndlistarmanni og þýðanda er veittur þessi heiður og fara bækur þeirra á bókasýningu sem ferðast um heiminn í eitt ár.

Landsdeildirnar tilnefna eina bók í hverjum flokki. Í löndum þar sem fleiri en eitt tungumál eru töluð má tilnefna allt að þrjár bækur fyrir rithöfund og þýðanda á hverju hinna opinberu tungumála.

Mikilvægur þáttur í vali bóka á heiðurslistann er að þær standi fyrir það besta sem barnabókmenntir hvers lands hafa upp á að bjóða og að bókin henti til útgáfu hvar sem er í heiminum. Heiðurslisti IBBY veitir innsýn í hinn ólíka menningarlega, stjórnmálalega og þjóðfélagslega bakgrunn sem börn um allan heim búa við.

Viðurkenningarskjöl vegna heiðurslistans eru afhent á Alþjóðlegu þingi IBBY, þar sem bæklingur með tilnefndum bókum er kynntur í fyrsta sinn. Eftir þessa kynningu fara sjö sett af bókunum á ferðalag um heiminn og eru sýnd á ráðstefnum og alþjóðlegum bókasýningum. Eftir það eru bækurnar geymdar í alþjóðlega barnabókasafninu í München („International Youth Library in Munich“), „Swiss Institute for Child and Youth Media“ í Zurich og „Bibiana Research Collection“ í Bratislava.