IBBY á Íslandi
(Internetional Board on Books for Young People)
LÖG
I. Nafn og hlutverk
1. gr.
IBBY á Íslandi starfar innan IBBY, Alþjóðlega barnabókaráðsins, en er að öðru leyti sjálfstæð samtök fólks og stofnana og hefur það markmið að sameina alla þá aðila sem áhuga hafa á framgangi góðra barnabóka og barnamenningar á Íslandi. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr.
Markmið IBBY á Íslandi eru:
- Að stuðla að aukinni útgáfu frumsaminna barna- og unglingabóka á Íslandi.
- Að stuðla að aukinni fjölbreytni í bókaútgáfu fyrir börn og ungt fólk.
- Að vinna að málefnalegri umfjöllun og gagnrýni um barna- og unglingabækur meðal annars með útgáfu tímaritsins Börn og menning.
- Að efla skilning almennings og stjórnvalda á nauðsyn bóklestrar fyrir börn og unglinga með því t.d. að vekja athygli á góðum barna- og unglingabókum.
- Að efla áhuga samfélagsins á listrænni sköpun fyrir börn, bæði í formi bókmennta, myndverka og annars listforms sem höfðar til barna og unglinga.
- Að veita meðlimum félagsins upplýsingar um starf IBBY bæði hérlendis og erlendis.
II. Aðild
3. gr.
Aðild að samtökunum geta allir þeir einstaklingar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök átt sem áhuga hafa á framgangi barna- og unglingabókmennta. Aðild félags eða stofnunar útilokar ekki sjálfstæða aðild einstaklinga.
III. Fjármál
4. gr.
Aðalfundur ákveður upphæð félagsgjalda ár hvert. Gjaldkeri fer með prófkúru reikninga en formaður og varaformaður skulu hafa skoðunarheimild að reikningum í heimabanka. Gjaldkeri sér um innheimtu félagsgjalda og greiðslu til alþjóðasamtaka IBBY og stjórn sér um aðra fjáröflun eins og umsókn um styrki.
IV. Stjórn
5. gr.
Stjórn samtakanna skipa5-7 menn.. Hún skal kosin á aðalfundi. Formaður, varaformaður og gjaldkeri skulu kosnir sérstaklega og má hver og einn ekki gegna nema einu embætti. Nýkjörinn gjaldkeri skal vera kominn með prófkúru eigi síðar en tveim vikum eftir aðalfund. Að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum að hausti. Auk stjórnar situr ritstjóri tímaritsins Börn og menning stjórnarfundi og hefur þar bæði tillögu- og atkvæðisrétt. Oddaatkvæði hefur formaður.
6. gr.
Hlutverk stjórnar er að sjá um verkefni samtakanna, kveðja menn til starfa í samræmi við markmið samtakanna og sjá um að markmiðum þeirra sé almennt framfylgt.
V. Aðalfundur
7. gr.
Aðalfundur skal haldinnað vori ár hvert. Skal hann boðaður rafrænt með minnst tveggja vikna fyrirvara.
Föst dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
- Skýrsla formanns
- Reikningar bornir upp til samþykktar
- Árgjald ákveðið
- Tillögur til lagabreytinga
- Kosning stjórnar
- Kosning endurskoðanda og tveggja skoðunarmanna reikninga
Aðalfundur er lögmætur og ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað. TIllögur til lagabreytinga þurfa að berast stjórn eigi síðar en viku fyrir auglýstan aðalfund. Atkvæðisrétt hafa skuldlausir félagar sem viðstaddir eru fundinn.
VI. Félagsslit
8. gr.
Slíta má samtökunum á fundi, sem hefur verið boðaður sérstaklega í því skyni. Til þess að það verði gert þurfa 2/3 hlutar fundarmanna að samþykkja. Eignir samtakanna skulu þá renna til styrktar íslenskri barnamenningu skv. nánari ákvörðun fundarmanna.
VII Gildistaka
9. gr.
Lög þessi öðlast gildi 17. maí 2021