Stjórn IBBY á Íslandi

Stjórn IBBY er kosin á aðalfundi ár hvert. Stjórnin hittist mánaðarlega, ræðir ýmis málefni, t.d. efni næsta tímarits, og skipuleggur reglulega atburði eins og afhendingar viðurkenninga og tilnefningar til verðlauna. Þá reynir stjórnin líka að brydda upp á ýmsum nýjungum sem vekja athygli á lestrarvenjum barna og þeirri viðleitni sem ýmis félagasamtök, stofnanir og einstaklingar sýna barnamenningu. Í ritnefnd tímaritsins Börn og menning sitja þrír fulltrúar sem taka einnig virkan þátt í stjórnarfundum.

Formaður:

Ragnheiður Gestsdóttir

Sími: 565 0716

565 0716

goag (hjá) mi.is

Ragnheiður Gestsdóttir sneri aftur í stjórn IBBY eftir langt hlé árið 2016, en hún var formaður félagsins á árunum 1988-1990. Ragnheiður er rithöfundur og myndlistarmaður og hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka af ýmsum toga.

Varaformaður:

Arndís Þórarinsdóttir

GSM: 897 2772

arndis.thorarinsdottir (hjá) gmail.com

Arndís er með BA-próf í bókmenntafræði og MA próf í leikritun. Hún er deildarstjóri forn- og dægurmenningar-deildar á Bókasafni Kópavogs. Arndís hefur setið í stjórn IBBY frá árinu 2008.

Meðstjórnandi:

Kristjana Friðbjörnsdóttir

Tölvupóstur: kribbi (hjá) simnet.is

Kristjana er grunnskólakennari að mennt. Hún hefur starfað sem slíkur frá árinu 1998 auk þess sem hún er framkvæmdastjóri og námsefnishöfundur námsgagnaveitunnar 123skoli.is. Kristjana sinnir einnig ritstörfum og hefur skrifað nokkrar bækur fyrir börn. Kristjana hefur setið í stjórn IBBY frá árinu 2013.

Meðstjórnandi:

Hjalti Halldórsson

Hjalti er grunnskólakennari að mennt og hefur setið í stjórn frá árinu 2016.

Meðstjórnandi:

Marta Hlín Magnadóttir

Tölvupóstur: marta (hjá) bokabeitan.is

Marta Hlín er með meistarapróf í náms- og kennslufræðum og starfar sem framkvæmdastjóri, rithöfundur og þýðandi hjá Bókabeitunni. Marta hefur setið í stjórn IBBY frá 2015.

Meðstjórnandi:

Sigríður Wöhler

Sigríður er ritstjóri hjá Menntamálastofnun og hefur setið í stjórn frá 2016.
Meðstjórnandi:

Ævar Þór Benediktsson

Tölvupóstur: aevarthor (hjá) gmail.com

Vefsíða: www.aevarthor.com

Ævar er leikari og rithöfundur sem hefur setið í stjórn IBBY á Íslandi frá árinu 2014. Hann hefur búið til barnaefni fyrir bæði útvarp og sjónvarp og tvisvar staðið fyrir lestrarátaki Ævars vísindamanns.


Formenn Íslandsdeildarinnar (nú IBBY á Íslandi) frá upphafi eru:

  • Sigrún Klara Hannesdóttir
  • Ragnheiður Gestsdóttir
  • Jónína Friðfinnsdóttir
  • Margrét Gunnarsdóttir
  • Iðunn Steinsdóttir
  • Anna Heiða Pálsdóttir
  • Sólveig Ebba Ólafsdóttir
  • Guðlaug Richter
  • Arndís Þórarinsdóttir
Auglýsingar