Stjórn IBBY á Íslandi

Stjórn IBBY er kosin á aðalfundi ár hvert. Stjórnin hittist mánaðarlega, ræðir ýmis málefni, t.d. efni næsta tímarits, og skipuleggur reglulega atburði eins og afhendingar viðurkenninga og tilnefningar til verðlauna. Þá reynir stjórnin líka að brydda upp á ýmsum nýjungum sem vekja athygli á lestrarvenjum barna og þeirri viðleitni sem ýmis félagasamtök, stofnanir og einstaklingar sýna barnamenningu. Í ritnefnd tímaritsins Börn og menning sitja þrír fulltrúar sem taka einnig virkan þátt í stjórnarfundum.

Formaður:

Hjalti Halldórsson

Hjalti er grunnskólakennari að mennt og er kennari í Langholtsskóla. Hann hefur gefið út þrjár barnabækur. Hjalti hefur setið í stjórn IBBY frá árinu 2016.

Ritari:

Linda Ólafsdóttir

Linda Ólafsdóttir er teiknari og höfundur barnabóka, en hún hefur myndlýst fjölda bóka. Fyrir verk sín hefur Linda hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna, m.a. tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðaunanna, Fjöruverðlaunin, tilnefningu til Astrid Lindgren Memorial Awards, Vorvinda viðurkenningu IBBY og í tvígang Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Fyrir Íslandbók barnanna fékk Linda heiðurssæti á lista IBBY 2018. Linda er formaður Fyrirmyndar, félags myndhöfunda, í stjórn FÍT (Félags íslenskra teiknara) og í Fulltrúaráði Myndstefs fyrir hönd FÍT.

Kynningarfulltrúi:

Dröfn Vilhjálmsdóttir

Dröfn er bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hún hefur starfað á skólasafni frá árinu 2013 og er formaður í Félagi fagfólks á skólasöfnum.

Gjaldkeri:

Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir

Ingibjörg Ösp er með B.A. próf í bókasafns- og upplýsingafræðum og M.A. próf í hagnýtri menningarmiðlun. Hún starfar sem umsjónarmaður barnastarfs í Borgarbókasafni menningarhúsi í Grófinni. Ingibjörg sat í stjórn IBBY 2014-2016 sem gjaldkeri félagsins. Hún snéri aftur í stjórn félagsins árið 2017.
Meðstjórnandi:

Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason er með B.Sc. gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Sævar er umsjónarmaður Krakkafrétta hjá KrakkaRÚV. Hann hefur jafnframt starfað við vísindamiðlun hjá Háskóla Íslands, kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum, í Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og Vísindasmiðjunni. Sævar hefur skrifað nokkrar bækur um stjörnufræði og önnur vísindi tengd geimnum.
Meðstjórnandi:

Katrín Lilja Jónsdóttir

Katrín Lilja er ritstjóri vefsíðunnar Lestrarklefinn.is, síðu sem fjallar um bækur og lestur og leggur sérstaka áherslu á umfjöllun um barna- og unglingabækur. Katrín er með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla.
Meðstjórnandi:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir

Guðrún Elísa er með BA í Textílhönnun frá Heriot Watt University og stundar nú MA nám í hagnýtri menningarmiðlun. Hún hefur starfað á Borgarbókasafni Reykjavíkur til fjöldra ára við ýmis verkefni sem tengist börnum og unglingum.


Formenn Íslandsdeildarinnar (nú IBBY á Íslandi) frá upphafi eru:

 • Sigrún Klara Hannesdóttir
 • Ragnheiður Gestsdóttir
 • Jónína Friðfinnsdóttir
 • Margrét Gunnarsdóttir
 • Iðunn Steinsdóttir
 • Anna Heiða Pálsdóttir
 • Sólveig Ebba Ólafsdóttir
 • Guðlaug Richter
 • Arndís Þórarinsdóttir
 • Ragnheiður Gestsdóttir
 • Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
 • Hjalti Halldórsson