Stjórn IBBY á Íslandi

Stjórn IBBY er kosin á aðalfundi ár hvert. Stjórnin hittist mánaðarlega, ræðir ýmis málefni, t.d. efni næsta tímarits, og skipuleggur reglulega atburði eins og afhendingar viðurkenninga og tilnefningar til verðlauna. Þá reynir stjórnin líka að brydda upp á ýmsum nýjungum sem vekja athygli á lestrarvenjum barna og þeirri viðleitni sem ýmis félagasamtök, stofnanir og einstaklingar sýna barnamenningu. Í ritnefnd tímaritsins Börn og menning sitja þrír fulltrúar sem taka einnig virkan þátt í stjórnarfundum.

Formaður:

Ragnheiður Gestsdóttir

Sími: 891 8503

Tölvupóstur: goag (hjá) mi.is

 

Ragnheiður Gestsdóttir sneri aftur í stjórn IBBY eftir langt hlé árið 2016, en hún var formaður félagsins á árunum 1988-1990. Ragnheiður er rithöfundur og myndlistarmaður og hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka af ýmsum toga.

Varaformaður:

Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Sími: 894 0205

Tölvupóstur: krg (hjá) krg.is

 

Kristín Ragna lærði grafíska hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Hún hefur myndskreytt ótal bækur, skrifað sjö bækur fyrir börn og situr í stjórn SÍUNG.

Meðstjórnandi:

Dröfn Vilhjálmsdóttir

Sími: 696 0672

Tölvupóstur: drofn (hjá) hotmail.com

 

Dröfn er bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hún hefur starfað á skólasafni frá árinu 2013 og er varaformaður í Félagi fagfólks á skólasöfnum.

Gjaldkeri:

Hjalti Halldórsson

Sími: 691 7223

Tölvupóstur: hhalld3 (hjá) gmail.com

 

Hjalti er grunnskólakennari að mennt og hefur gefið út eina barnabók. Hjalti hefur setið í stjórn IBBY frá árinu 2016.

Meðstjórnandi:
Ingibjörg Ösp ÓttarsdóttirSími: 898 7778

Tölvupóstur: ingibjorgosp (hjá) gmail.com

 

Ingibjörg Ösp er með B.A. próf í bókasafns- og upplýsingafræðum og M.A. próf í hagnýtri menningarmiðlun. Hún starfar sem umsjónarmaður barnastarfs í Borgarbókasafni menningarhúsi í Grófinni. Ingibjörg sat í stjórn IBBY 2014-2016 sem gjaldkeri félagsins. Hún snéri aftur í stjórn félagsins árið 2017.

Meðstjórnandi:

Magnea J. Matthíasdóttir

Sími: 615 3848

Tölvupóstur: magneaj (hjá) gmail.com
 

Magnea er með MA-próf í þýðingafræði og hefur unnið sem þýðandi um árabil. Hún hefur þýtt fjölmargar bækur fyrir fólk á öllum aldri, líka börn og unglinga, og hefur einnig sinnt ritstörfum.

Meðstjórnandi:

Marta Hlín Magnadóttir

Sími: 692 8647

Tölvupóstur: marta (hjá) bokabeitan.is

 

Marta Hlín er með meistarapróf í náms- og kennslufræðum og starfar sem framkvæmdastjóri, rithöfundur og þýðandi hjá Bókabeitunni. Marta hefur setið í stjórn IBBY frá árinu 2015.


Formenn Íslandsdeildarinnar (nú IBBY á Íslandi) frá upphafi eru:

  • Sigrún Klara Hannesdóttir
  • Ragnheiður Gestsdóttir
  • Jónína Friðfinnsdóttir
  • Margrét Gunnarsdóttir
  • Iðunn Steinsdóttir
  • Anna Heiða Pálsdóttir
  • Sólveig Ebba Ólafsdóttir
  • Guðlaug Richter
  • Arndís Þórarinsdóttir
  • Ragnheiður Gestsdóttir
Auglýsingar