Á vegum IBBY á Íslandi eru veitt ýmis verðlaun og viðurkenningar til rithöfunda og annarra sem hafa unnið að aukinni og bættri barnamenningu á Íslandi. Hér er bæði um innlendar viðurkenningar að ræða og erlendar, þar sem IBBY á Íslandi útnefnir íslenska rithöfunda og listamenn til alþjóðlegra verðlauna.