Gerðubergsráðstefnan

Ráðstefnur í Gerðubergi hafa verið árlegur viðburður síðustu árin. Að ráðstefnunni standa nokkur félög sem koma á einhvern hátt að barna-og unglingabókum; IBBY á Íslandi, Borgarbókasafnið, Rithöfundasamband Íslands, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur, Félag fagfólks á skólasöfnum, Upplýsing og Menningarmiðstöðin Gerðuberg sem nú hefur sameinast Borgarbókasafninu og heitir stofnunin Borgarbókasafnið I Menningarhús Gerðubergi.

Gerðubergsráðstefnan er ætíð haldin á laugardegi til þess að auðvelda útivinnandi fólki að mæta og stendur að jöfnu frá kl. 10:30 – 14:30 með að hádegisverðarhléi meðtöldu. Aðgangur er ætíð ókeypis, þar sem félagasamtökin sjá um fyrirlestrana og Borgarbókasafn býður húsnæðið endurgjaldslaust.