Alþjóðasamtök IBBY

Logo IBBYIBBY – samtökin voru stofnuð í Sviss árið 1953 og er með höfuðstöðvar í Basel. Samtökin voru stofnuð af unnendum góðra barnabóka og meðal stofnfélaga var Astrid Lindgren.Markmið samtakanna eru meðal annars að:

•miðla skilningi milli þjóða heims með barnabókum
•gefa börnum hvar sem er í heiminum tækifæri til að njóta góðra bóka
•kynna og hvetja til útgáfu á framúrskarandi skáldverkum og myndrænum verkum fyrir börn og unglinga
•stuðla að rannsóknum á barnabókmenntum
•veita þeim sem vinna að málefnum barnabóka upplýsingar og ráðgjöf
•sameina þá aðila um allan heim, sem vinna að framgangi góðra bóka fyrir börn og unglinga

Samtökin hafa gert fæðingardag H. C. Andersens að alþjóðlegum barnabókadegi. Annað hvert ár er haldið alþjóðlegt IBBY-þing þar sem ákveðið þema er til umfjöllunar. Í stjórn samtakanna sitja 12 fulltrúar sem kosnir eru til tveggja ára í senn.

Annað hvert ár er haldin alþjóðlegt þing þar sem ákveðið þema er tekið fyrir. Oftar en ekki standa þau í Evrópu og árið 1988 var slíkt þing í Osló og stóðu Norðurlöndin sameiginlega að því. Á ráðstefnunum eru bóka- og myndlistarsýningar, fyrirlestrar fluttir og þátttakendur vinna saman í hópum. Verðlaun og viðurkenningar eru veittar og aðalfundur samtakanna haldinn.