Bókaútgáfa

IBBY á Íslandi hefur í samvinnu við Mál og menningu staðið að útgáfu á þremur smásagnasöfnum, Ormagulli, Auga Óðins og Heilli brú.

Heil brú

Í maí 2006 kom út goðsagnabókin Heil brú en hún var unnin með þeim óvenjulega hætti að fyrst voru myndirnar teiknaðar en sagan skrifuð á eftir. Myndlistarmenn völdu sér efni úr goðafræðinni og teiknuðu út frá því. Síðan fengu þeir rithöfunda í lið með sér til að ljúka verkinu. Bókin er gefin út í samvinnu IBBY á Íslandi og Eddu útgáfu.

Sögurnar eru níu talsins og myndlistarmenn og höfundar eru:

Heil brú ( Nína Björk Bjarkadóttir og Gerður Kristný)

2093 ( Áslaug Jónsdóttir og Andri Snær Magnason)

Blúbb! (Halldór Baldursson og Sjón)

Það kallast ögurstund (Guðrún Hannesdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir)

Mistilteinn (Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir)

Stanleyhamarsheimt (Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn)

Jörmun Gunnur (Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir)

Leyniþjónusta hrafnanna og hænurnar þrjár (Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Þórunn Valdimarsdóttir)

Sögurnar (Þórarinn Leifsson og Auður Jónsdóttir)

Bókin er 159 bls. að lengd og í formi pappírskilju.

Auga Óðins

Íslandsdeild IBBY taldi að meira efni vantaði á íslensku um norræna goðafræði til þess að íslensk börn gætu notið þessa menningararfs okkar. Árið 2003 var ráðist í útgáfu smásagnasafns sem nefnist Auga Óðins í samvinnu við bókaútgáfuna Eddu/Mál og menningu.

Höfundar og sögur:

Nótt eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Mynd eftir Freydísi Kristjánsdóttur

Loki fer í afmælisveislu eftir Kristínu Thorlacius. Mynd eftir Sigrúnu Eldjárn

Þá hlógu goðin eftir Iðunni Steinsdóttur. Mynd eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur

Blóð og hunang eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Mynd eftir Áslaugu Jónsdóttur

Stjörnur í augun eftir Jón Hjartarson. Mynd eftir Önnu Cynthiu Leplar

Loki bundinn eftir Kristínu Steinsdóttur. Mynd eftir Jean Posocco

Ragnarök eftir Öddu Steinu Björnsdóttur. Mynd eftir Brian Pilkington

Ormagull

Árið 1994 stóð félagið Börn og bækur – Íslandsdeild IBBY fyrir útgáfu smásagnasafnsins Ormagull í samvinnu við bókaforlagið Mál og menningu í tilefni af ári fjölskyldunnar og lýðveldisafmælinu. Í bókinni eru 14 smásögur eftir þekkta íslenska höfunda sem skrifuðu um efni er tengist íslenskum þjóðsögum.

Sögur og höfundar:

Ormagull eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.

Ævintýrið um Gæfu, Smið og dæturnar þrjár eftir Arnheiði Borg.

Skessan eftir Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur.

Kvöldsagan eftir Bergljótu Hreinsdóttur.

Rauðhetta og úlfurinn, amman, kennarinn og litla gula hænan eftir Eirík Brynjólfsson.

Jónsmessunótt eftir Eystein Björnsson.

Gamalla blóma angan eftir Gest Hansson.

Afmæli nátttröllsins eftir Guðjón Sveinsson.

Gulllykillinn eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur.

Sjö á landi, sjö í sjó eftir Iðunni Steinsdóttur.

Bardaginn við Lakalufsu eftir Jón Dan.

Komi þeir sem koma vilja eftir Kristínu Steinsdóttur.

Margt býr í berginu eftir Signýju Sigtryggsdóttur.

Tunglið hennar Theodóru eftir Steinunni Jóhannesdóttur

Auglýsingar