Í ritnefnd tímaritsins Börn og menning sitja þrír fulltrúar sem taka einnig virkan þátt í stjórnarfundum:
Ritstjóri: Ingibjörg Valsdóttir |
Ingibjörg lauk MA-prófi í ritstjórn og útgáfu frá HÍ og vinnur við þýðingar, ritstjórn og ritstörf. |
Ritnefndarfulltrúi: Helga Birgisdóttir |
Helga stundar doktorsnám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands í nokkur ár auk annarra starfa. Helga er í undirbúningshóp Fjöruverðlaunna – bókmennta-verðlauna kvenna og hefur setið í ritnefnd Barna og menningar frá 2012. |
Ritnefndarfulltrúi: Magnea J. Matthíasdóttir |
Magnea er með MA-próf í þýðingafræði og hefur unnið sem þýðandi um árabil. Hún hefur þýtt fjölmargar bækur fyrir fólk á öllum aldri, líka börn og unglinga, og hefur einnig sinnt ritstörfum. |