Í ritnefnd tímaritsins Börn og menning sitja þrír fulltrúar sem taka einnig virkan þátt í stjórnarfundum:
Ritstjóri: Hildur Ýr Ísberg |
Hildur Ýr er með MA gráðu í íslenskum bókmenntum. Hennar aðalstarf er íslenskukennsla í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hildur hefur sinnt dómnefndarstörfum á sviði bókmennta um árabil og skrifað greinar um barnabókmenntir og menningu. |
Ritnefndarfulltrúi: Katrín Lilja Jónsdóttir |
Katrín Lilja er ritstjóri vefsíðunnar Lestrarklefinn.is, síðu sem fjallar um bækur og lestur og leggur sérstaka áherslu á umfjöllun um barna- og unglingabækur. Katrín er með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla. Katrín Lilja er jafnframt formaður IBBY. |
Ritnefndarfulltrúi: Sverrir Norland |
Sverrir hefur sinnt margbreytilegum störfum á sviði bókmennta og lista. Hann hefur fengist við skrif, þýðingar, fyrirlestra og bókmenntagagnrýni og hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og skáldsögur í fullri lengd ásamt því að vera reglulegur gagnrýnandi hjá Kiljunni. Sverrir rekur útgáfuna AM forlag ásamt konu sinni, Cerise Fontaine. Ellefta bók hans, Stríð og kliður vakti athygli fyrir persónulega nálgun að stórum málefnum samtímans: tækni, sköpun og loftslagsvánni. Sverrir er jafnframt varaformaður IBBY. |