Viðburðir

IBBY á Íslandi stendur á hverju ári fyrir margs konar viðburðum. Bókakaffi hefur verið haldið einu sinni til tvisvar á hverju ári sl. ár í samvinnu við SÍUNG, samtök barna- og unglingabókahöfunda innan Rithöfundasambandsins. Ráðstefnur í Gerðubergi um barnabókmenntir eru álegur viðburður og eru haldnar í samvinnu við Gerðuberg og nokkur félög sem koma á einhvern hátt að barna-og unglingabókum. Einnig hefur deildin verið þátttakandi í ýmsum ráðstefnum um barnabækur sem haldnar hafa verið í áranna rás.