H.C. Andersen verðlaunin

IBBY veitir H.C. Andersen annað hvert ár og eru þau veitt rithöfundi eða myndlistarmanni sem þykir hafa með verkum sínum lagt varanlegt framlag til barnabókmennta. H.C. Andersen eru æðstu alþjóðlegu verðlaun sem veitt eru höfundu eða myndskreyti barnabóka. Margrét Danadrottning er verndari verðlaunanna. Nánari upplýsingar um verðlaunin finna hér.

Sýningar eru settar upp með þeim bókum sem tilnefndar eru til H. C. Andersen verðlaunanna og sömuleiðis heiðurslistabókunum. Þær eru á Barnabókamessunni í Bologna, á Heimsþingi IBBY samtakanna og fara svo yfirleitt sem farandsýningar til fleiri landa. Á hinn bóginn hefur þetta reynst afbragðskynning og stuðlað að auknum þýðingum og útgáfu viðkomandi bóka í öðrum löndum.