Börn og menning

IBBY á Íslandi gefur út tímarit um barnamenningu sem nefnist Börn og menning  og kemur það út tvisvar á ári, að vori og að hausti og er áskrift að blaðinu innifalin í árgjaldinu í félagið. Ef óskað er eftir eldri eintökum, vinsamlegast hafið samband við ritstjóra, Hildi Ýri Ísberg, bornogmenning(hjá)gmail.com.

Tilgangur tímaritsins er að auka veg barnamenningar og barnabókmennta á Íslandi. Því er ætlað að fjalla um það helsta sem er að gerast á sviði barnamenningar og kynna nýjar og eldri bókmenntir. Þar er m.a. að finna fræðilega umfjöllun um barnabækur, viðtöl við barnabókahöfunda og aðra sem láta sig menningu barna varða. Þá er fjallað um leikrit, kvikmyndir og ýmsar uppákomur fyrir börn. Sem málgagn IBBY á Íslandi er því einnig ætlað að kynna það sem er á döfinni hjá IBBY, bæði innanlands og utan.

Ef þú hefur áhuga á að gerast félagsmaður í IBBY á Íslandi og gerast áskrifandi að blaðinu þá má finna nánari upplýsingar hér.