Í tilefni af 40 ára afmæli IBBY á Íslandi verður blásið til afmælisdagskrár þann 17. maí.
Dagskráin hefst með klukkan 15:00 í Borgarbókasafninu í Grófinni, þar sem Vorvindar IBBY verða veittir. Vorvindar IBBY eru veittir árlega til einstaklinga og stofnanna fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.
Að Vorvindum loknum verður barsvar í Húsi Máls og menningar við Laugaveg klukkan 17:00. Þema barsvarsins er barnabækur og munu þær Arndís Þórarinsdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir stýra gleðinni.

You must be logged in to post a comment.