Aðalfundur IBBY 2025

Aðalfundur IBBY á Íslandi var haldinn mánudaginn 19. maí kl. 17:00 í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf en einnig fór fram kosning stjórnar. Úr stjórn ganga Katrín Lilja Jónsdóttir, Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir og Blær Guðmundsdóttir. Eyrún Ósk Jónsdóttir, Anna Magnúsdóttir Eirúnardóttir og Iðunn Arna Björgvinsdóttir buðu sig fram til stjórnar og voru kosnar samhljóða. Kristín Björg Sigurvinsdóttir var kosin í stöðu formanns, Jónella Sigurjónsdóttir var kosin í stöðu varaformanns og Anna Magnúsdóttir Eirúnardóttir var kosin í stöðu gjaldkera. Aðalfundurinn var síðasti fundur fyrir sumarið en stjórn IBBY hefur aftur störf í september.