Ritnefnd

Í ritnefnd tímaritsins Börn og menning sitja þrír fulltrúar sem taka einnig virkan þátt í stjórnarfundum:

Ritstjóri:

Erla Elíasdóttir
Tölvupóstur:
bornogmenning (hjá) gmail.com

Erla Elíasdóttir Völudóttir er sjálfstætt starfandi þýðandi og yfirlesari. Hún hefur ritstýrt þýðingaseríu Partusar forlags, setið í ritnefnd vefritsins knuz.is og bloggar stundum um bækur á vef Druslubóka og doðranta. Erla er með B.A.-gráðu í bókmenntafræði og finnsku frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í finnsku og finnsk-úgrískum málum frá háskólanum í Turku. Hún vinnur nú að meistararitgerð í Bókmenntum, menningu og miðlun frá Háskóla Íslands.

Ritnefndarfulltrúi:

Katrín Lilja Jónsdóttir

Katrín Lilja er sjálfstætt starfandi ritstjóri, stofnandi vefsíðunnar Lestrarklefinn.is og fyrrum ritstjóri hennar. Katrín er með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla. Katrín Lilja er jafnframt fyrrum formaður IBBY.

Ritnefndarfulltrúi:

Einar Eysteinsson

Einar er kennari og upplýsingafræðingur að mennt og starfar sem safnstjóri skólasafns Vatnsendaskóla, ásamt því siturhann í stjórn Félags fagfólks á skólasöfnum. Einar er með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og MIS gráðu í bókasafns-og upplýsingafráði frá sama skóla.

Ritnefndarfulltrúi:

Kristín Nanna Einarsdóttir

Kristín Nanna starfar sem íslenskukennari við Caen-háskóla í Frakklandi. Hún er með BA-gráðu í íslensku, MA-gráðu í ritlist og MT-gráðu í íslenskukennslu frá Háskóla Íslands. Auk kennslustarfa á undanförnum árum hefur Kristín Nanna meðal annars starfað sem ritstjóri Stúdentablaðsins, bóksali í bókabúð Sölku og tekið á móti gestum á Gljúfrasteini – húsi skáldsins.