Dagur barnabókarinnar 2018

ævar1

Smásagan Pissupásan eftir Ævar Þór Benediktsson er skrifuð fyrir lesendur frá sex ára aldri. Sagan verður frumflutt á Rás I kl. 9:10 fimmtudaginn 5. apríl, en hún er samin að beiðni IBBY á Íslandi til að fagna degi barnabókarinnar. Sagan er færð öllum grunnskólanemendum á Íslandi að gjöf og við hvetjum skólana til að taka þátt í stærstu sögustund á landinu, annað hvort með því að hlusta á söguna í útvarpinu eða með því að lesa hana upp.

Hér er hægt að smella til að sækja söguna Pissupásan.

Starfsfólk skólanna er minnt á að sagan er trúnaðarmál fram að frumflutningi hennar og er vinsamlegast beðið um að dreifa henni ekki utan skólanna.

Verkefnapakkar um söguna eru fáanlegir endurgjaldslaust á vef námsefnisveitunnar 123skoli.is hér.