Stjórn IBBY er kosin á aðalfundi ár hvert. Stjórnin hittist mánaðarlega, ræðir ýmis málefni, t.d. efni næsta tímarits, og skipuleggur reglulega atburði eins og afhendingar viðurkenninga og tilnefningar til verðlauna. Þá reynir stjórnin líka að brydda upp á ýmsum nýjungum sem vekja athygli á lestrarvenjum barna og þeirri viðleitni sem ýmis félagasamtök, stofnanir og einstaklingar sýna barnamenningu.
Netfang: ibby@ibby.is
|
Formaður: Kristín Björg Sigurvinsdóttir |
Kristín Björg er með BA-gráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem barna- og unglingabóka rithöfundur. Dóttir hafsins var fyrsta skáldsaga hennar og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmenna bókmennta árið 2020. Kristín hefur einnig skrifað pistla og bókaumfjallanir hjá bókmenntavef Lestrarklefans síðan 2019. |
|
Varaformaður: Jónella Sigurjónsdóttir
|
Jónella er skólasafnskennari og formaður Félags fagfólks á skólasöfnum. Hún hefur samið námsefni fyrirMiðstöð menntunar og skólaþjónustu. Jónella er með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og MLIS gráðu í bókasafns-og upplýsingafræði frá Háskóla íslands. |
|
Ritari: Eyrún Ósk Jónsdóttir |
Eyrún Ósk Jónsdóttir er með BA gráðu í leiklist og MA gráðu í Theatre and Media for Development frá Háskólanum í Winchester.
Hún á að baki fjölbreyttan feril sem rithöfundur, mynd-og gjörningalistakona, leikari og leikstjóri. Eyrún hefur sent frá sér bæði skáldsögur og ljóðabækur, leikstýrt leikritum, stuttmyndum og kvikmynd í fullri lengd. Hún hefur leikið fjölbreytt hlutverk í leikritum, gjörningum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum, auk þess sem hún hefur sent frá sér röð hlaðvarpsleikrita með leikhópi sínum, Listahópnum Kvistur. Þá hefur Eyrún haldið úti hlaðvarpi og verið með útvarpspistla. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningu. Eyrún starfar sem verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Bókasafni Kópavogs.
|
|
Gjaldkeri: Anna Magnúsardóttir Eirúnardóttir |
Anna er með BA-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem sérfræðingur í barnadeild Borgarbókasafnsins í Grófinni og stundar sömuleiðis framhaldsnám í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. |
| Vefstjóri: Einar Eysteinsson | Einar er kennari og upplýsingafræðingur að mennt og starfar sem safnstjóri skólasafns Vatnsendaskóla, ásamt því siturhann í stjórn Félags fagfólks á skólasöfnum. Einar er með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og MIS gráðu í bókasafns-og upplýsingafráði frá sama skóla. |
| Hirðteiknari og grafískur hönnuður:
Iðunn Arna |
Iðunn er með BA gráðu í Ensku frá Háskóla Íslands og lærði myndlýsingu og bókband stuttlega í Hollandi í Willem de Kooning Academie. Hún starfar við myndlýsingu og er myndhöfundurinn af bókaflokknum Bekkurinn minn ásamt fjölda annarra skemmtilegra barnabóka. |
| Ritstjóri tímaritsins Börn og menning og aðstoðarmaður gjaldkera: Erla Elíasdóttir Völudóttir | Erla er með B.A.-gráðu í finnsku og bókmenntafræði og M.A.-gráðu í finnsku og finnsk-úgrískum tungumálum. Húnstarfar sjálfstætt við þýðingar, prófarkalestur og ritstjórn og hefur þrisvar hlotið tilnefningu til BarnabókaverðlaunaReykjavíkurborgar í flokki þýddra bóka. Hún tók við ritstjórnartaumum Barna og menningar haustið 2023. |
Formenn Íslandsdeildarinnar (nú IBBY á Íslandi) frá upphafi eru:
- Sigrún Klara Hannesdóttir
- Ragnheiður Gestsdóttir
- Jónína Friðfinnsdóttir
- Margrét Gunnarsdóttir
- Iðunn Steinsdóttir
- Anna Heiða Pálsdóttir
- Sólveig Ebba Ólafsdóttir
- Guðlaug Richter
- Arndís Þórarinsdóttir
- Ragnheiður Gestsdóttir
- Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
- Hjalti Halldórsson
- Dröfn Vilhjálmsdóttir
- Katrín Lilja Jónsdóttir