Á hverju ári á degi barnabókarinnar er ný íslensk smásaga frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins. IBBY samtökin á Íslandi skipuleggja þennan viðburð en það eru rúmlega 40.000 grunnskólanemar sem hlýða á söguna. Höfundur smásögunnar flytur hana í útvarpinu á Rás 1 svo landsmenn allir geta einnig fylgst með.
Tilgangurinn er að fagna degi barnabókarinnar með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á sameiningarmætti skáldskaparins. Með því að flytja söguna fyrir mörg þúsund lesendur í einu er mögulegt að skapa bókmenntaumræðu sem nær til samfélagsins alls.
Smásögur:
2011 – Hörpuslag eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
2012 – Eins og í sögu eftir Ragnheiði Gestsdóttur
2013 – Stóri bróðir eftir Friðrik Erlingsson
2014 – Blöndukútur í Sorpu eftir Þórarin Eldjárn
2015 – Lakkrís eða Glæpur og refsing eftir Gunnar Helgason
2016 – Andvaka eftir Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur
2017 – Stjarnan í Óríon eftir Hildi Knútsdóttur
2018 – Pissupása eftir Ævar Þór Benediktsson
2019 – Hverfishátíðin eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur
2020 – Haugurinn eftir Gunnar Theodór Eggertsson
2021 – Svartholið eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur
2022 – Það er skrímsli í súpunni minni eftir Guðna Líndal Benediktsson