Barnadagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2019.

58800369_2304316782957749_8632516413895999488_o

Bókmenntahátíð í Reykjavík var með bráðskemmtilega barnadagskrá í ár með stuðningi Ibby á Íslandi, Rauða kross Íslands og Norræna hússins.

Alls konar skrímsli urðu til í listasmiðju Áslaugar Jónsdóttur sem ætluð var börnum flóttamanna og hælisleitenda. Þar var einnig lesið upp úr þremur Skrímslabókum Áslaugar, Kalle Guettler og Rakelar Helmsdal. Áslaug las bækurnar á íslensku en Einar Jónsson þýddi þær yfir á arabísku.

58580516_2304323042957123_3527970150789677056_o - afrit58461216_2304322776290483_197519279585755136_o58724780_2304323379623756_249047990805725184_o58864873_2304323956290365_6390526258270175232_o

Auk þess var Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir með tvær sögustundir þar sem hún lék tvö ævintýri með hjálp steina, skelja og annarra leikmuna.

58727382_2304316202957807_9122858386105303040_o58749238_2304315579624536_5895242896122052608_o
Maja Lunde, einn af erlendu gestum Bókmenntahátíðar, las upp úr bók sinni Den helt sanne historien om hvordan det aller beste ble til og Telma Rós Sigfúsdóttir las bókina samhliða á íslensku.

58606341_2304326716290089_6883866439774633984_o58741824_2304326976290063_7263576840487305216_o

Að endingu voru sögur skrifaðar og teiknaðar undir handleiðslu sýningarstjóra Barnabókaflóðsins Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur.

58766069_2304318152957612_2155985445568118784_o58749374_2304318946290866_6947159272576778240_o59415900_2304319282957499_7430993729382514688_o59301377_2304319549624139_4167313978835337216_o58852714_2304318396290921_1602027530166992896_o58659842_2304318612957566_3500449044033961984_o