Heiðurslisti IBBY opnar leiðir: Lindu boðið til Teheran

 

mynd69335931_2812253725470054_8400182726409322496_n

Árlega gefst landsdeildunum IBBY um allan heim tækifæri til að tilnefna á heiðurslista IBBY samtakanna, í tengslum við heimsþing alþjóðasamtakanna, þrjár bækur.  Á hverju ári er því rithöfundi, myndlistarmanni og þýðanda er veittur þessi heiður og fara bækur þeirra á bókasýningu sem ferðast um heiminn í eitt ár.

Á heiðurslista Íslandsdeildar IBBY fyrir árið 2018 voru bækurnar Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur, Íslandsbók barnanna, myndhöfundur er Linda Ólafsdóttir og bókin Tvíburar takast á í þýðingu Hilmars Arnar Óskarssonar.

Það er ánægjulegt að segja frá því að í kjölfar bókasýningarinnar var Lindu Ólafsdóttur boðið að taka þátt í sýningu í Íran ásamt 19 öðrum myndhöfundum af heiðurslista IBBY.

Félagið „Society of Illustrators Children’s Book Council of Iran“ stendur að sýningunni í Laleh listasafninu í Teheran. Sýningin opnaði síðastliðinn föstudag 21. september, á alþjóðlega friðardaginn. Þema sýningarinnar er friður.

70964040_2459269204398648_8828625544049328128_n71347876_530733860831704_7284072248330158080_n71226597_948899808784777_2481004694806200320_n (1)70866405_459123758039297_617571066864205824_n70651721_1392900947545560_948324793227149312_n (1)70363133_443470526265744_915951515888254976_n71325488_1266543543553018_3427028579563601920_n (1)71563893_2407473922711632_3672259654408208384_n71494921_511428686097155_7982431662917025792_n