Árlega gefst landsdeildunum IBBY um allan heim tækifæri til að tilnefna á heiðurslista IBBY samtakanna, í tengslum við heimsþing alþjóðasamtakanna, þrjár bækur. Á hverju ári er því rithöfundi, myndlistarmanni og þýðanda er veittur þessi heiður og fara bækur þeirra á bókasýningu sem ferðast um heiminn í eitt ár.
Á heiðurslista Íslandsdeildar IBBY fyrir árið 2018 voru bækurnar Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur, Íslandsbók barnanna, myndhöfundur er Linda Ólafsdóttir og bókin Tvíburar takast á í þýðingu Hilmars Arnar Óskarssonar.
Það er ánægjulegt að segja frá því að í kjölfar bókasýningarinnar var Lindu Ólafsdóttur boðið að taka þátt í sýningu í Íran ásamt 19 öðrum myndhöfundum af heiðurslista IBBY.
Félagið „Society of Illustrators Children’s Book Council of Iran“ stendur að sýningunni í Laleh listasafninu í Teheran. Sýningin opnaði síðastliðinn föstudag 21. september, á alþjóðlega friðardaginn. Þema sýningarinnar er friður.
You must be logged in to post a comment.