Vorvindar IBBY og afmælishátíð

Vorvindar IBBY og afmælishátíð

Í tilefni af 40 ára afmæli IBBY á Íslandi verður blásið til afmælisdagskrár þann 17. maí. Dagskráin hefst með klukkan 15:00 í Borgarbókasafninu í Grófinni, þar sem Vorvindar IBBY verða veittir. Vorvindar IBBY eru veittir árlega til einstaklinga og stofnanna fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.Að Vorvindum loknum verður barsvar í Húsi Máls og … Lesa meira

Aðalfundur IBBY á Íslandi 2025

Aðalfundur IBBY á Íslandi 2025

Aðalfundur IBBY á Íslandi verður haldinn mánudaginn 19. maí kl. 17:00 í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar og önnur mál. Öll velkomin.

Dagur barnabókarinnar

Dagur barnabókarinnar

Í tilefni dags barnabókarinnar sem haldinn er hátíðlegur ár hvert gefur barnamenningarfélagið IBBY út smásögu til allra barna á Íslandi. Í ár er það Embla Bachman rithöfundur og handhafi Vorvinda IBBY 2024 sem skrifaði smásöguna Þetta reddast … eða hvað? Sagan verður flutt í útvarpinu í þættinum Segðu mér á Rás 1 þann 2. apríl … Lesa meira