Bókabrellur og bollakökur í Foldasafni

ImageIBBY á Íslandi tekur þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík með því að opna bókakaffihús í Foldasafni, laugardaginn 21. apríl klukkan 13-14. Hressum krökkum er boðið til bollakökuáts og bókaspjalls ásamt rithöfundunum góðkunnu Margréti Örnólfsdóttur og Þorgrími Þráinssyni. Allir velkomnir!