Degi barnabókarinnar fagnað

Guðni Kolbeinsson, þýðandi og rithöfundur, hlaut í dag bókmenntaverðlaun IBBY á Íslandi, Sögustein. Verðlaunin eru 500.000 krónur, auk verðlaunagrips til eignar, en þau eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðgað íslenskar barnabókmenntir. Verðlaunin eru 500.000 krónur og verðlaun

Guðni er íslenskufræðingur að mennt og hefur starfað sem kennari, málfarsráðunautur, þáttagerðarmaður, þýðandi sjónvarpsefnis, fræðimaður og rithöfundur og einhver afkastamesti og besti þýðandi barna- og unglingabóka hér á landi.

Þetta var góður endir á degi sem hófst með sögustund fyrir öll börn á landinu, þegar smásaga Gunnars Helgasonar, Lakkrís – eða Glæpur og refsing var frumflutt.
2015-04-09 17.22.13