Gunnar Helgason og Lakkrís

Gunnar Helgason ætlar að láta 40.000 grunnskólabörn skella uppúr í risastórri sögustund fimmtudaginn 9. apríl. IBBY á Íslandi fagnar degi barnabókarinnar, sem í ár bar upp á skírdag, með því að færa íslenskum börnum nýja smásögu að gjöf. Er þetta í fimmta sinn sem haldið er upp á daginn með þessum hætti. Sagan verður flutt á Rás 1 kl. 9:10 og samtímis lesin upphátt í grunnskólum um allt land.

Skólarnir fá söguna senda með tölvupósti 7. apríl. Nánari upplýsingar má fá með því að skrifa okkur á ibby@ibby.is.