Ný stjórn tekin til starfa

Á aðalfundi IBBY í vor var kjörin stjórn fyrir veturinn 2016-2017 sem nú hefur tekið til starfa.

Ragnheiður Gestsdóttir er nýkjörinn formaður félagsins – en hún gegndi áður formannsembættinu á árunum 1988 til 1990.

Ragnheiður hlaut Sögustein, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi, árið 2011 og árið 2012 skrifaði hún smásögu fyrir félagið sem var lesin í öllum skólum landsins til þess að halda upp á dag barnabókarinnar. Ragnheiður hefur jafnframt hlotið fjölmargar aðrar viðurkenningar fyrir störf sín að rit- og myndlist.