Íslensku barnabókaverðlaunin 2016

Skoladraugurinn.jpgÍslensku barnabókaverðlaunin voru í dag veitt við hátíðlega athöfn í Seljaskóla. Sigurvegarinn var Inga Mekkin Beck með bókina Skóladraugurinn, en þetta er hennar fyrsta bók. IBBY óskar Ingu og börnum landsins til hamingju með daginn!

Hér er smá texti um bókina fyrir áhugasama:
Fyrsta daginn í nýja skólanum heyrir Gunnvör söguna um skóladrauginn – gömlu söguna sem allir krakkarnir kunna utan að og eru löngu hættir að taka mark á. En Gunnvör hlustar. Það gæti nefnilega komið sér vel fyrir hana ef draugar eru til.