Stjarnan í Óríon

Fimmtudaginn 30. mars verður smásaga eftir Hildi Knútsdóttur frumflutt í öllum grunnskólum landsins kl. 9.10 til þess að halda upp á dag barnabókarinnar. IBBY á Íslandi hefur síðastliðin sjö ár fagnað deginum með því að færa grunnskólabörnum á Íslandi smásögu að gjöf. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir.

Hildur skrifaði söguna Stjarnan í Óríon fyrir börn á aldrinum 6-16 ára lesendur. Hildur hlaut fyrr í vor Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir nýjustu bók sína, Vetrarhörkur, en bækur hennar hafa fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

Sagan verður send til skólanna mánudaginn 27. mars og við hvetjum kennara sem ekki hafa fengið söguna senda í dagslok til þess að hafa samband við okkur um netfangið ibby@ibby.is.

Dagur barnabókarinnar er 2. apríl. sem er fæðingardagur H.C. Andersen. Þar sem daginn ber í ár upp á sunnudag er sögustundin á fimmtudagsmorgni, 30. mars.