IBBY afhendir bókakassa

Bókakassarnir góðu

Bókakassarnir góðu – fagurlega skreyttir

Ragnheidur

Ragnheiður Gestsdóttir, formaður IBBY, afhendir bókakassana í húsnæði Rauða krossins.

Það var gleðistund í húsakynnum Rauða krossins í vikunni! Þann 15. nóvember síðastliðinn afhenti IBBY á Íslandi Rauða krossinum nokkra kassa að gjöf með bókum á íslensku og arabísku. Bókakassarnir verða eins konar örbókasöfn um allt land sem Rauðakrossdeildin á hverjum stað heldur utan um. Markmiðið er að bjóða börn flóttafólks velkomin til landsins og inn í heim bóka

opinn kassi

Bækurnar eru bæði á íslensku og arabísku

ahugi

Spennandi innihald bókakassanna skoðað

nybuar

Þessi ungi nýbúi stal senunni! 🙂

Kassarnir verða sendir á staði þar sem fjölskyldur flóttafólks búa. Kassarnir voru fagurlega skreyttir af nemendum í teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.

Nemendur MIR

Hæfileikaríkir nemendur Myndlistarskólans í Reykjavík sem myndskreyttu kassana

RUV

Hér er hægt að sjá umfjöllun RÚV um afhendingu bókakassanna.

KassalokBokakassar