Tímaritið Börn og menning

 

Hausthefti tímaritsins Börn og menning kom út á dögunum. Í blaðinu er fjallað um skólasöfn, barnabók á heljarþröm og fleira forvitnilegt efni sem var til umfjöllunar á málþingi í haust, undir yfirskriftinni Barnabókin er svarið. Einnig er að vanda fjallað um nýlegar barnabækur, farið í leikhús og fluttar fréttir af starfi IBBY á Íslandi.

Viltu gerast áskrifandi að Börnum og menningu? Hér er hægt að skrá sig í félagið og fá nýjasta hefti blaðsins sent um hæl.