Dreifing hafin á bókinni Nesti og nýir skór

Dreifing er hafin á úrvalsbókin Nesti og nýir skór. Öll sex ára börn fá bókina að gjöf við upphaf skólagöngu og er þetta þriðja sinn sem IBBY gefur 1. bekkingum bókina.

Bókin er gefin út með stuðningi frá Lions á Íslandi, Barnavinafélaginu Sumargjöf, Norvik, Miðstöð íslenskra bókmennta og Borgarbókasafni. Bókin geymir sögur, myndir og ljóð frá fyrri tímum – sögur sem foreldrar, kennarar, ömmur og afar þekkja og munu njóta þess að kynna fyrir börnum sínum.

Ritstjórar eru Sólveig Ebba Ólafsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir fyrir hönd IBBY og Sigþrúður Gunnarsdóttir fyrir hönd Forlagsins. Samstarf bókasafna og grunnskóla um allt land tryggir svo að bókin rati til eigenda sinna og vonandi verður hún þeim gott veganesti á lestrarferðalaginu framundan.

Um síðastliðnu helgi vann stjórnarfólk IBBY hörðum höndum við að telja og pakka bókum og Lionsfólk frá öllum landshlutum pakkaði bókakössunum í bílana sína til þess að koma þeim á heimaslóðir sínar. Þar tekur starfsfólk bókasafna og skóla við dreifingu á bókunum. Fljótlega verður svo bókunum jafnframt dreift til barna á höfuborgarsvæðinu.