Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

ragnheiður og sigrún
Fjórtán verk eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Átta norræn tungumál eiga fulltrúa meðal þeirra verka sem tilnefnd eru í ár, en tilnefningarnar voru kynntar á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna 2. apríl.

Ein af eftirtöldum myndabókum, teiknimyndasögum, skáldsögum og ljóðabókum mun svo hljóta verðlaunin í haust.

Frá Íslandi voru bækurnar Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur og Silfurlykilinn eftir Sigrúnu Eldjárn tilnefndar. IBBY á Íslandi óskar þeim innilega til hamingju með tilnefningarnar!

 

Ísland