Annað árið í röð tóku IBBY á Íslandi og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO höndum saman og létu útbúa lestrarhvetjandi veggspjald fyrir alla grunnskóla landins. Að þessu sinni var listamaðurinn og rithöfundurinn Karl Jóhann Jónsson fenginn til að búa til veggspjaldið en textann samdi Magnea J. Matthíasdóttir.
Nú um mundir er verið að dreifa veggspjaldinu og innan skamms mun það prýða veggi allra grunnskóla landsins. Þetta verkefni er komið til að vera því áformað er að fá mismunandi listamenn á hverju ári til þess að búa til veggspjöld með lestrarhvetjandi textum og fallegum myndum fyrir grunnskólanemendur að njóta og vera þeim til lestrarhvatningar.
You must be logged in to post a comment.