Samkeppni um lestrarhvetjandi texta á veggspjald.

Mynd frá IBBY á Íslandi.

IBBY á Íslandi efnir til samkeppni um texta til að nota á lestrarhvetjandi veggspjald sem sent verður til allra grunnskóla landsins. Því er ætlað að vera jákvæð lestrarhvatning fyrir börn á grunnskólaaldri. Veggspjaldið verður síðan myndlýst og hannað af myndhöfundi í samræmi við textann.

Reglur:

*Ekki er gerð krafa um hámarks- eða lágmarksfjölda orða en hafa ber í huga að textinn henti myndskreyttu veggspjaldi sem er 60×40 cm og veiti innblástur til lesturs og jafnframt til myndlýsingu veggspjaldsins. Textinn má vera á bundnu eða óbundnu máli.

*Heimilt er að skila inn fleiri en einni tillögu.

*Dómnefnd er skipuð af stjórn IBBY á Íslandi.

*IBBY veitir 25.000 króna verðlaun fyrir besta textann.

*IBBY áskilur sér rétt til að prenta textann á veggspjald sem verður sent til allra grunnskóla landsins.

*IBBY áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tillögum sem og að verðlauna og nota fleiri en eina tillögur.

*Frestur til að skila inn hugmyndum rennur út 20. október 2020 kl. 20:00.

Sendið hugmyndir í tölvupósti á ibby@ibby.is. Auk textans þarf að fylgja með fullt nafn, símanúmer og netfang.