Börn og menning, 2. tölublað 2021 er komið út. Þema heftisins að þessu sinni eru ungmenni og þá sérstaklega einblínt á “gleymdu börnin” eða aldursbilið 16-18 ára.

Kápa blaðsins er afrakstur samstarfs við Myndlistarskóla Reykjavíkur undir stjórn Lindu Ólafsdóttur. Nemendur við teiknideildina fengu það verkefni að búa til kápu fyrir tímaritið. Stjórn IBBY fékk síðan það erfiða verkefni að velja úr 12 frábærum kápum. Myndin sem bar sigur úr býtum og prýðir því forsíðu tímaritsins er eftir Kristinn Daníel Sigurðarson.


You must be logged in to post a comment.