Vorvindar glaðir

Viðurkenningarhafar 2012

Í dag voru í Gunnarshúsi afhentar Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi við hátíðlega athöfn.

Þrjár viðurkenningar voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barnamenningu.

Viðurkenningarnar hlutu:

  • Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir metnaðarfullt barnastarf, m.a. með tónleikaröðinni Litla tónsprotanum og farsælu samstarfi við músina knáu Maxímús Músíkús.
  • Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir, stofnendur bókaútgáfunnar Bókabeitunnar og höfundar Rökkurhæða-bókaflokksins, fyrir framlag sitt til lestrarhvatningar. Þær ráðast beint á rót vandans og freista þess skrifa barna- og unglingabækur sem krakkar eru ólmir að lesa.
  • Leikhópurinn Lotta fyrir frumlegar og skemmtilegar barnasýningar sem sýndar eru utandyra hvert sumar um land allt.

Vorvindaviðurkenningar IBBY hafa verið afhentar árlega frá árinu 1987 og eiga þær að vekja athygli á þeim fersku vindum sem blása í barnamenningunni hverju sinni.