Aðþrengdar unglingabækur á bókakaffi

IBBY á Íslandi býður til bókakaffisamsætis á Súfistanum í Bókaverslun Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 24. október 2012 kl. 20:00 Image

  • Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur, Geta þau ekki bara lesið almennilegar bækur? Umfjöllun um unglingabókina sem millistig milli barnabóka og almenns lesefnis með áherslu á notkunarmöguleika í skólakerfinu.
  • Magnea J. Matthíasdóttir, þýðandi, Satt og logið, sitt er hvað. Hugleiðingar um ástir, íþróttir, vampírur, galdra og annan veruleika sem er matreiddur og borinn á borð í unglingabókum.
  • Gunnar Theodór Eggertsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, Unglingabækurnar sem ég las aldrei. Gunnar veltir fyrir sér af hverju hann hafi engar unglingabækur lesið og hvort bækur úr öðrum bókmenntageirum geti rúmast innan hugtaksins unglingabók?
  • Steinunn Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona og nemandi í 8. bekk, segir frá íslenskum unglingabókum sem hún og vinir hennar lesa bæði innan og utan skólastofunnar.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.