Heiðurslisti IBBY 2014

Íslandsdeild IBBY hefur nú tilnefnt þrjá einstaklinga á Heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna. Heiðurslistinn er birtur annað hvert ár og fá bækurnar á honum mikla alþjóðlega kynningu, bæði á heimsþingi IBBY sem næst verður haldið í Mexíkóborg í september 2014, og á farandsýningu bóka sem ferðast um allan heim í tvö ár. Tilnefnir hver IBBY-deild einn höfund, einn myndlistarmann og einn þýðanda. Hér eru tilnefningar IBBY á Íslandi:

  • Kristjana Friðbjörnsdóttir er tilnefnd fyrir Reisubók Ólafíu Arndísar.
  • Kristín Ragna Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir myndirnar í bókinni Hávamál eftir Þórarin Eldjárn.
  • Halla Sverrisdóttir er tilnefnd fyrir þýðingu á Hvalirnir syngja eftir  Jacqueline Wilson.

heidurslisti