Nýr verðlaunahöfundur!

Í dag var tilkynnt um það við hátíðlega athöfn í Hagaskóla að höfundur nýjustu verðlaunabókarinnar í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin væri Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Bókin, sem er fyrsta bók Ragnheiðar, heitir Arftakinn og er æsileg furðusaga þar sem tveir ólíkir heimar mætast.

IBBY á Íslandi er einn aðstandenda Íslensku barnabókaverðlaunanna, en að verðlaunasjóðnum standa fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, sem stofnaði verðlaunin, bókaútgáfan Vaka-Helgafell, nú innan vébanda Forlagsins og Barnavinafélagið Sumargjöf.

Við óskum Ragnheiði til hamingju með sigurinn – og íslenskum lesendum til hamingju með að nýr höfundur hafi stigið fram, uppfullur af spennandi sögum. Við hlökkum til að lesa þessa og allar sem á eftir koma.

Ragnheiður á verðlaunaathöfninni í dag. Mynd: Forlagið

Ragnheiður á verðlaunaathöfninni í dag. Mynd: Forlagið