Saga fyrir allan aldur

IBBY á Íslandi bað í fyrra þær Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell um að skrifa sögu til að fagna degi barnabókarinnar. birgitta_hassell_svhv.Sagan er nú tilbúin og verður flutt í öllum grunnskólum landsins þriðjudaginn 5. apríl kl. 9:10, en á þeirri stundu verður hún einnig flutt á Rás I, sem hefur verið samstarfsaðili IBBY að verkefninu frá upphafi.

Marta og Birgitta eru vanar konur þegar kemur að því að kynda undir spennunni, en þær eru höfundar hins geysivinsæla bókaflokks Rökkurhæðir.

Námsefnisveitan 123skóli.is gefur skólunum verkefnapakka upp úr sögunni.F56A7227marta_magnadottir_sv_hv

Þetta er í sjötta sinn sem deginum er fagnað með þessum hætti en höfundar fyrri
sagnanna eru Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ragnheiður
Gestsdóttir, Friðrik Erlingsson, Þórarinn Eldjárn og Gunnar Helgason.

Hafa má samband um netfangið ibby@ibby.is hafi sagan ekki borist í skólana fimmtudaginn 31. mars.