
IBBY á Íslandi hefur tilnefnt verk þriggja einstaklinga á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna fyrir árið 2022.
Annað hvert ár er rithöfundi, myndhöfundi og þýðanda er veittur þessi heiður og fara tilnefndu bækurnar þeirra á bókasýningu sem ferðast um heiminn í tvö ár.
Viðurkenningarskjöl vegna heiðurslistans eru afhent á Alþjóðlegu þingi IBBY, þar sem bæklingur með tilnefndum bókum er kynntur í fyrsta sinn. Eftir þessa kynningu fara sjö sett af bókunum á ferðalag um heiminn og eru sýnd á ráðstefnum og alþjóðlegum bókasýningum. Eftir það eru bækurnar geymdar í alþjóðlegu barnabókasöfnunum í München, Zurich og í Bratislava.
IBBY á Íslandi tilnefnir eftirfarandi einstaklinga:
Ævar Þór Benediktsson í flokki rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp.
Útgefandi: Forlagið.
Áslaug Jónsdóttir í flokki myndhöfunda fyrir bókina Sjáðu!
Útgefandi: Forlagið.
Ingunn Snædal í flokki þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: horfin.
Útgefandi: Drápa.
Mikilvægur þáttur í vali bóka á heiðurslistann er að þær standi fyrir það besta sem barnabókmenntir hvers lands hafa upp á að bjóða og að bókin henti til útgáfu hvar sem er í heiminum. Heiðurslisti IBBY veitir innsýn í hinn ólíka menningarlega, stjórnmálalega og þjóðfélagslega bakgrunn sem börn um allan heim búa við.
IBBY á Íslandi óskar þeim Ævari, Áslaugu og Ingunni hjartanlega til hamingju.
You must be logged in to post a comment.