Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir verður haldin laugardaginn 5. mars 2022 í Gerðubergi. Yfirskriftin að þessu sinni er: Allskonar öðruvísi.

Gerðubergsráðstefnan er árleg ráðstefna um skáldskap fyrir börn og unglinga í Gerðubergi. Gestum gefst tækifæri til að hlýða á fyrirlesara og taka þátt í umræðum um hlutverk og stöðu bókmennta fyrir börn og ungmenni í dag.
Þau sem standa að ráðstefnunni eru; IBBY á Íslandi, Borgarbókasafnið, Rithöfundasamband Íslands, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur, Félag fagfólks á skólasöfnum og Menningarhús Gerðubergi.
Í ár beinum við sjónum okkar að því hvernig margbreytileiki birtist í barnabókmenntum. Um mikilvægi þess að tilheyra og eiga heima í skáldskap. Persónur, börn og unglingar, fjölskyldur, kyn, kynhneigð, efnahagur, skynjun, þjóðerni, tungumál, trú, upplifun á veruleikanum er allskonar og það er gott að vera öðruvísi.
Fjórir rit- og myndhöfundar halda erindi um sýn sína á barnabókmenntir fyrr og nú. Það eru þau Þórunn Rakel Gylfadóttir, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021, Atla Hrafney, myndasöguhöfundur og formaður Íslenska myndsögusamfélagsins, Sverrir Norland, rithöfundur, þýðandi, bókmenntagagnrýnandi og útgefandi barnabóka, Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýðandi. Þau munu fjalla um það hvernig er að skrifa og teikna fyrir börn og ungmenni í dag. Um fjölbreytta og jafnvel jaðarsetta hópa, um hugarflug og frelsi til þess að vera og tilheyra í myndasögum og margbreytilegum skáldskap, að fá að vera aðalpersónan, að tilheyra og geta speglað sig og vaxið í raunverulegum ævintýrum. Fundarstjóri er rithöfundurinn Hilmar Örn Óskarsson.
Fjölbreytileiki heillar – hvað getum við lært af barnabókmenntum?
DAGSKRÁ:

You must be logged in to post a comment.