Smásagan ,,Það er skrímsli í súpunni minni“ eftir Guðna Líndal Benediktsson í tilefni af degi barnabókarinnar 2022

IBBY á Íslandi heldur upp á dag barnabókarinnar með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Guðni Líndal Benediktsson skrifað skemmtilega smásögu fyrir þetta tilefni; Það er skrímsli í súpunni minni. 

Sagan verður flutt á Rás1 í þættinum Segðu mér sem hefst kl. 9.05, fimmtudaginn 7. apríl. 

Guðni Líndal Benediktsson er með MA gráðu í handritsskrifum fyrir kvikmyndir frá Screen Academy Scotland í Edinborg og hlaut Íslensku Barnabókaverðlaunin 2014 fyrir bókina Leitin að Blóðey. Guðni hefur skrifað níu bækur fyrir börn á öllum aldri, skrifað og leikstýrt fjölda stuttmynda og kennt krökkum í Skotlandi kvikmyndagerð um árabil.

Hildur Ýr Ísberg, íslenskukennari, útbjó kennsluefni með sögunni sem er að finna á námsgagnaveitan 123skoli. Hægt er að sækja verkefnið hér:

Það er skrímsli í súpunni minni

Hér er tengill á söguna á textaformi.

Hér
er tengill á upplesturinn.


Hugsjón IBBY samtakanna er sú að barnabókmenntir geti stuðlað að auknu umburðarlyndi. Þeir sem lesa eða hlusta á sömu söguna eiga upp frá lestrinum eitthvað sameiginlegt. Með því að leyfa öllum grunnskólanemum landsins að hlusta samtímis á söguna stíga fjörutíu þúsund nemendur inn í sama heim á sama tíma.

Við vonumst til að sem flestir geti nýtt sér og hafi gaman og gagn að.

Með bestu kveðju,

IBBY á Íslandi