Gerðubergsráðstefnan 2023

Árleg ráðstefna um skáldskap fyrir börn og unglinga verður haldin 11. mars næstkomandi í Gerðubergi. Dagskrá hefst klukkan 10:30. Gestum gefst tækifæri til að hlýða á fyrirlesara og taka þátt í umræðum um hlutverk og stöðu bókmennta fyrir börn og ungmenni í dag.

Ráðstefnur í Gerðubergi hafa verið árlegur viðburður síðustu árin. Að ráðstefnunni standa nokkur félög sem koma á einhvern hátt að barna-og unglingabókum; IBBY á Íslandi, Borgarbókasafnið, Rithöfundasamband Íslands, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Félag fagfólks á skólasöfnum og Upplýsing.

Gerðubergsráðstefnan er haldin á laugardegi  í marsbyrjun og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá: 

10:30-10:40  Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur og fundarstjóri, setur ráðstefnuna

10:40-11:10  Brynhildur Björnsdóttir, bókmenntafræðingur og fjölmiðlakona
Hvar er mamma þín, Einar Áskell? – Um allar einsleitu og einstöku fjölskyldurnar í bókheimum

11:10-11:40  Gunnar Helgason, rithöfundur
Bannað að mismuna! 

 11:40 – 12:40  Hádegishlé

12:40-13:10  Sólveig Rós Másdóttir, foreldrafræðari og uppeldisráðgjafi
Endurspeglun regnbogans 

13:10-13:40  Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur
Bækur sem er ekki hægt að hætta að lesa: Hávísindaleg rannsókn Arndísar og Ævars á lestrardraumum grunnskólanema

Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum og verður einnig sýnd í beinu streymi á Facebook síðu Borgarbókasafnsins.